SKÁLHOLTI
Laugardaginn 25. júní 2022 kl. 14.00
Laugardaginn 25. júní verður opnun á heimasíðu verkefnisins. Þar verða aðgengileg brot úr nokkrum þeirra frásagna sem safnað hefur verið síðustu tvö ár.
Frásagnirnar eru af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að vera vitnisburður um þá ómenningu fordóma og miréttis sem viðgengust of lengi innan kirkjunnar. Með því að draga persónulega reynslu hinsegin fólks fram í dagsljósið stígum við eitt skref í átt til sátta.
Viðburðurinn verður haldin í Skálholti og hefst með messu kl. 13 þar sem framkvæmdastjóri Samtakanna, Daníel E. Arnarsson, prédikar. Þá sér Hinsegin kórinn um tónlistarflutning í messunni.
Kl. 14 hefst síðan dagskrá í ráðstefnusal Skálholtsskóla. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, heldur utan um dagskránna.
-Stutt ávarp frá Álfi Birki Bjarnasyni form. Samtakanna 78
-Stutt ávarp frá biskupi Íslands
-Kynning á verkefninu og opnun + hlustað á eina sögu
-Ragnhildur Sverrisdóttir
-sr. Hildur Hörpudóttir
-Guðlaugur Kristmundsson
-Umræður
Viðburðurinn er opinn og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.